Raðhús til leigu á Florida.

Er staðsett á einum besta stað Orlando/Kissimmee í hjarta allra vinsælustu áfangastaða og skemmtigarða Florida ásamt því að margir af bestu Golfvöllum Orlando eru í næsta nágrenni. Húsið er partur af Encantada Resort, sem er afgirt hverfi með mjög góðri aðstöðu, m.a. klúbbhúsi með tveim sundlaugum, líkamsrækt, bar, leikjasal og setustofu. Húsið er 152 fermetrar með fjórum svefnherbergjum, í húsinu geta gist allt að 10 manns. Á fyrstu hæð er stofa, borðstofa, eldhús með öllum heimilistækjum og borðbúnaði og svefnherbergi með sér baði, á hæðinni er þvottavél og þurrkari. Á annarri hæð er stórt svefnherbergi með sér baði, og tvö minni svefnherbergi með baðherbergi á gangi. Í húsinu er kapalkerfi með HDTV fljatskjáum í stofu og öllum svefnherbergjum, DVD og þráðlausu Interneti. Við húsið er einka útisundlaug með yfirbyggðu neti.

Heimilisfang

Encantada Resort 3070 Secret Lake Drive Kissimmee 34747 Florida

Sími

(+354) 869-4500

Húsið er staðsett miðsvæðis við Highway 192, þar sem er fjöldi veitingastaða, verslanir og önnur þjónusta. Miðborg Orlando er í 20 mín fjarlægð. Akstur á vesturströnd Florida er ca 80 mínútur, austurströnd ca 60 mín.

Umsagnir um Encantada Resort

“Superb! Outstanding! Excellent!”