Húsið er staðsett í Encantada Resort, afgirtu hverfi með mannaðri gæslu við innganginn.

Encantada Resort stendur við fallegt stöðuvatn, í hverfinu er klúbbhús með góðri aðstöðu fyrir gesti. Þar eru tvær stórar sundlaugar og tveir heitir nuddpottar, í klúbbhúsinu er bar, setustofa, internetkaffi og tækjasalur.

Hverfið er í Kissimmee rétt sunnan við Orlando, tíu mínútur frá Walt Disney World og öðrum Disney görðum. Hverfið liggur að Highway 192 þar sem er fjöldi veitingarstaða í öllum verðflokkum. Stutt er í alla verslun og þjónustu. Margir af bestu golfvöllum Florida eru í næsta nágrenni.