Húsið er staðsett í Encantada Resort, sem er afgirt hverfi með mannaðri öryggisgæslu við innganginn. Í Encantada Resort er fallegt stöðuvatn og klúbbhús með fjölbreyttri aðstöðu fyrir gesti. Klúbbhúsið býður upp á tvær stórar sundlaugar og tvo heita nuddpotta, auk setustofu, bar, internetkaffis og tækjasalar.
Resortið er í Kissimmee, sunnan við Orlando, aðeins tíu mínútum frá Walt Disney World og öðrum Disney-görðum. Hverfið liggur við Highway 192 þar sem finna má fjölbreytt úrval veitingastaða í öllum verðflokkum. Stutt er í verslanir og aðra þjónustu, og margir af bestu golfvöllum Flórída eru í næsta nágrenni.